Íslenski boltinn

Rauschenberg aftur lánaður til HK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin Rauschenberg og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK.
Martin Rauschenberg og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK. hk

Danski miðvörðurinn Martin Rauschenberg leikur með HK á næsta tímabili á láni frá Stjörnunni.

Rauschenberg lék sem lánsmaður með HK seinni hluta síðasta tímabils. Hann lék átta leiki með HK í Pepsi Max-deildinni og einn í Mjólkurbikarnum.

Hann snýr nú aftur til HK og tekur slaginn með Kópavogsliðinu í sumar. HK hefur endað í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö tímabil.

Rauschenberg, sem er 29 ára, lék með Stjörnunni 2013 og 2014 og varð Íslandsmeistari með liðinu seinna tímabilið. Hann kom aftur til Stjörnunnar fyrir tímabilið 2019. Þá var hann fastamaður en fékk fá tækifæri á síðasta tímabili.

Auk Stjörnunnar og HK hefur Rauschenberg leikið með Esbjerg í heimalandinu og Gefle og Brommapojkarna í Svíþjóð.

Martin Rauschenberg til HK HK hefur fengið varnarmanninn öfluga Martin Rauschenberg að láni frá Stjörnunni út...

Posted by HK Fótbolti on Friday, February 5, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×