Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 23:00 Ralph Hasenhüttl var alveg ráðalaus er hann horfði á lið sitt tapa í kvöld. Matt Watson/Getty Images Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. Um er að ræða annað 9-0 tap Southampton undir stjórn Hasenhüttl, það fyrra kom gegn Leicester City 25. október 2019. „Manni færri eftir þrjár mínútur gegn þessum andstæðingi, ég óska Manchester United til hamingju. Þeir létu okkur vinna og hættu ekki að skora. Síðara rauða spjaldið var mest svekkjandi, við eigum ekki fleiri leikmenn,“ sagði Hasenhüttl eftir leik. Þarna er Austurríkismaðurinn að vitna í þá Alexandre Jankewitz – sem var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni – og Jan Bednarek. Báðir fengu rauð spjöld í kvöld. Þá eru tíu leikmenn liðsins á meiðslalista sem stendur. Jan Bednarek vs. Manchester United: 34 Scores an own-goal 83 Gives away a penalty 86 Gets sent off A hat-trick to forget. pic.twitter.com/SVnxVrArtl— Squawka News (@SquawkaNews) February 2, 2021 „Bednarek virðist ekki drepa hann [Anthony Martial, framherja Man Utd] en ég vil ekki tala um dómara leiksins. Í síðustu viku var hann myndbandsdómarinn okkar og setti mark sitt á leikinn. Þetta var heimskulegt brot hjá unga stráknum – Jankewitz – og drap allt hjá okkur.“ „Við komum hingað með tvo markverði á bekknum. Ég vildi gefa nokkrum af ungu strákunum tækifæri til að sýna sig og sanna. Þegar ég sé hvað er að eiga sér stað er betra að kippa þeim af velli þar sem 0-9 eru ekki góð úrslit í fyrsta leik.“ „Við reyndum að halda markinu okkar hreinu í síðari hálfleik en með níu menn á vellinum var of auðvelt fyrir þá að skora. Hvað get ég sagt? Þetta var skelfilegt en við stóðum saman eftir að tapa 9-0 síðast og við getum gert það aftur. Ég sagði á þeim tíma að við mættum ekki gera þetta aftur en hér erum við og við verðum að taka því,“ sagði Hasenhüttl að lokum. 25th October 2019 @SouthamptonFC 0-9 @LCFC 2nd February 2021 @ManUtd 9-0 @SouthamptonFC History repeats itself for Ralph Hasenhüttl s team. pic.twitter.com/TP7BpfuEtg— SPORF (@Sporf) February 2, 2021 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Um er að ræða annað 9-0 tap Southampton undir stjórn Hasenhüttl, það fyrra kom gegn Leicester City 25. október 2019. „Manni færri eftir þrjár mínútur gegn þessum andstæðingi, ég óska Manchester United til hamingju. Þeir létu okkur vinna og hættu ekki að skora. Síðara rauða spjaldið var mest svekkjandi, við eigum ekki fleiri leikmenn,“ sagði Hasenhüttl eftir leik. Þarna er Austurríkismaðurinn að vitna í þá Alexandre Jankewitz – sem var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni – og Jan Bednarek. Báðir fengu rauð spjöld í kvöld. Þá eru tíu leikmenn liðsins á meiðslalista sem stendur. Jan Bednarek vs. Manchester United: 34 Scores an own-goal 83 Gives away a penalty 86 Gets sent off A hat-trick to forget. pic.twitter.com/SVnxVrArtl— Squawka News (@SquawkaNews) February 2, 2021 „Bednarek virðist ekki drepa hann [Anthony Martial, framherja Man Utd] en ég vil ekki tala um dómara leiksins. Í síðustu viku var hann myndbandsdómarinn okkar og setti mark sitt á leikinn. Þetta var heimskulegt brot hjá unga stráknum – Jankewitz – og drap allt hjá okkur.“ „Við komum hingað með tvo markverði á bekknum. Ég vildi gefa nokkrum af ungu strákunum tækifæri til að sýna sig og sanna. Þegar ég sé hvað er að eiga sér stað er betra að kippa þeim af velli þar sem 0-9 eru ekki góð úrslit í fyrsta leik.“ „Við reyndum að halda markinu okkar hreinu í síðari hálfleik en með níu menn á vellinum var of auðvelt fyrir þá að skora. Hvað get ég sagt? Þetta var skelfilegt en við stóðum saman eftir að tapa 9-0 síðast og við getum gert það aftur. Ég sagði á þeim tíma að við mættum ekki gera þetta aftur en hér erum við og við verðum að taka því,“ sagði Hasenhüttl að lokum. 25th October 2019 @SouthamptonFC 0-9 @LCFC 2nd February 2021 @ManUtd 9-0 @SouthamptonFC History repeats itself for Ralph Hasenhüttl s team. pic.twitter.com/TP7BpfuEtg— SPORF (@Sporf) February 2, 2021
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05