Erlent

Sagður hafa skipu­lagt hefndir gegn sam­flokks­mönnum sem sviku hann

Sylvía Hall skrifar
Trump hélt til Flórída á miðvikudag.
Trump hélt til Flórída á miðvikudag. Getty/Pete Marovich

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sagður hafa eytt helginni í að skipuleggja hvernig hann geti náð þingsætum af þeim repúblikönum sem honum þykir hafa svikið sig. Trump flaug til Flórídaríkis á miðvikudag, sama dag og Joe Biden var settur í embætti forseta.

Þetta fullyrðir Washington Post, sem segir Trump vera mikið í mun að halda sér í sviðsljósinu og nýta pólitísk völd sín til að ná fram hefndum. Hann viti að sumum þingmönnum stafi ógn af sér og þeim möguleika að hann geti stofnað nýjan flokk, og því muni þeir ekki greiða atkvæði með því að sakfella hann þegar ákæra gegn honum verður tekin fyrir í öldungadeildinni í næsta mánuði.

Trump var ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, þegar Trump tapaði fyrir Biden.

Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild þingsins greiddu atkvæði með því að ákæra forsetann, 232 gegn 197. Tíu repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og er Trump nú fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot í tvígang.

Fimm dóu í árásinni á þinghúsið, þar á meðal lögregluþjónn sem er sagður hafa fengið slökkvitæki í höfuðið. Þá var ein kona, stuðningsmaður Trump, skotin af lögreglumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í þingsal.


Tengdar fréttir

Vildi sinn mann í ráðherrastól á síðustu metrunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, íhugaði að skipta út starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í upphafi mánaðarins. Ætlaði hann sér að skipa annan starfandi ráðherra sem átti að hjálpa honum við að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í fyrra.

Á­kærður fyrir morð­hótanir í garð þing­manns

Fimm ákærur hafa verið gefnar út gegn Texasbúanum Garret Miller vegna þátttöku hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í upphafi mánaðarins. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez lífláti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.