Enski boltinn

Pirraðist er Keane ræddi um Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roy Keane er harður í horn að taka.
Roy Keane er harður í horn að taka. Nick Potts/Getty

Ian Holloway, fyrrum knattspyrnustjóri meðal annars Crystal Palace, gagnrýndi framgöngu Roy Keane á sjónvarpsstöðinni Sky Sports en harðhausinn hefur verið reglulegur spekingur hjá Sky Sports síðustu ár.

Keane er ekki þekktur fyrir að kalla allt ömmu sína og hafa margar fyrirsagnir og fréttir komið upp úr ummælum hans á þessari leiktíð. Knattspyrnustjóranum Holloway er ekki skemmt.

„Ég tek hattinn ofan fyrir öllum þessum stjórum í ensku úrvalsdeildinni því ég skil pressuna sem kemur frá fjölmiðlum - og fjölmiðlar eiga stóran þátt í þessu,“ sagði Holloway í samtali við götublaðið The Sun.

„Það eru engir stuðningsmenn en þeir liggja á þér. Það þarf einnig að læra hvernig á að vinna með þessu. Mér fannst hvernig Jurgen Klopp tæklaði þetta eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool frábært og hversu stoltur hann var af liðinu.“

„Hann hefur misst nokkra lykil, lykil menn. Og United hefur ekki misst neinn þeirra. Mér fannst þetta áhugavert því Roy Keane pirraði mig því hann gat ekki beðið eftir að skjóta á Liverpool,“ bætti Holloway við.

Holloway er ekki að þjálfa í augnablikinu. Hann hefur meðal annars stýrt Crystal Palace og QPR en hann hætti sem þjálfari Grimsby Town í D-deildinni 23. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×