Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 22:00 Bráðabirgðaniðurstöður á þriðju fasa rannsókn Novavax á bóluefni framleiðandans gegn Covid-19 benda til að efnið veiti um 90 prósenta vörn gegn veirunni. EPA/JIM LO SCALZO Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47
Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45