Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 12:45 Frumniðurstöðurnar gefa ástæðu til bjartsýni en beðið er frekari rannsókna. Getty/Kay Nietfeld Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Pfizer benda til að stökkbreytingarnar hafi lítil áhrif á virkni mótefnanna sem líkaminn myndar eftir bólusetningu. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn á blóðsýnum úr tuttugu einstaklingum sem höfðu verið bólusettir með bóluefni Pfizer og BioNTech. Samkvæmt frumniðurstöðunum, sem hafa ekki enn hlotið faglega jafningarýni, voru mótefnin örlítið minna áhrifarík gegn stökkbreytingunum á afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina með vissu. Wall Street Journal greinir frá niðurstöðunum en áður hafði verið greint frá því að útlit væri fyrir að bóluefnið virkaði vel gegn breska afbrigðinu. Pfizer hefur gefið út að nýju niðurstöðurnar bendi til þess að Pfizer og BioNTech þurfi ekki að þróa nýtt bóluefni vegna tilkomu nýju afbrigðanna. Þó segjast fyrirtækin vera viðbúin ef þau þurfa síðar að bregðast við stökkbreytingu sem reynist ónæm fyrir bóluefni þeirra. Fylgjast náið með þremur nýjum afbrigðum Nokkrar áhyggjur eru uppi um nýju kórónuveiruafbrigðin sem hafa verið kennd við Bretland og Suður-Afríku og keppast vísindamenn nú við að meta hvort bóluefni og lyfjameðferðir virki eins vel gegn stökkbreytingunum. Niðurstöður Pfizer eru í samræmi við aðrar frumniðurstöður en fyrr í vikunni var greint frá því að útlit væri fyrir bóluefni Moderna við Covid-19 virki sömuleiðis gegn áðurnefndum afbrigðum. Líkt og í tilfelli Pfizer bóluefnisins er þó frekari rannsókna þörf til þess að staðfesta að svo sé tilfellið hjá fólki sem hefur verið bólusett. Nýju afbrigðin smitast nú hratt milli fólks í fjölmörgum löndum en auk breska og suðurafríska afbrigðisins eru áhyggjur uppi um nýtt brasilískt afbrigði sem veldur nú usla. Talið er að stökkbreytingar á brottprótínum geri það að verkum að veirurnar eigi auðveldara með að ráðast á frumur líkamans en önnur afbrigði. Mest hefur verið fjallað um breska afbrigðið en sumir sérfræðingar telja að það geti verið allt að sjötíu prósent meira smitandi en eldri afbrigði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27 Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. 15. janúar 2021 10:27
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23. janúar 2021 14:02