Erlent

Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
„Kvennaverkfall“ stendur á þessu skilti sem mótmælendur báru í Varsjá.
„Kvennaverkfall“ stendur á þessu skilti sem mótmælendur báru í Varsjá. AP/Czarek Sokolowski

Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 

Mikill fjöldi safnaðist saman í höfuðborginni Varsjá í gærkvöldi til að mótmæla banninu rétt eins og í október þegar stjórnlagadómstóll úrskurðaði bannið löglegt. 

Þungunarrof er nú einungis heimilt ef heilsa móðurinnar er í hættu eða hún varð ólétt vegna ofbeldis.

Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×