Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:04 Frá vettvangi á Mývatnsöræfum í dag. Lögreglan Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra að lögreglumenn séu nú á vettvangi á Mývatnsöræfum vegna flóðsins, sem varð vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. Áin hafi flætt yfir veg vestan við brúna „og skilið eftir sig gríðarlegt magn af krapa og íshröngli.“ „Krapahaugur þessi er einna líkastur snjóflóði, um 3ja metra djúpur og nær yfir um 200 m. af veginum,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hringveginum frá Kröfluafleggjara í vestri og Vopnafjarðarafleggjara í austri hefur verið lokað af þessum sökum. Vegagerðin bendir á hjáleið um veg 85 við norðausturströndina. Athugið: Krapastífla flæðir yfir þjóðveg 1 við brúnna við Jökulsá á Fjöllum þannig að vegurinn á milli Mývatns og Egilsstaða er lokaður. Hægt er að fara um veg 85 um norðausturströndina. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 26, 2021 Moksturstæki eru nú á leið á vettvang úr byggð og munu hefjast handa mokstur síðar í kvöld. Lögregla segir ljóst að langan tíma muni taka að opna veginn á ný. Þá sé ekki vitað um ástand hans undir krapahaugnum. Áin sjálf virðist þó hafa rutt sig og vatnssöfnun ekki í gangi á svæðinu eins og er. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði er merkt inn á meðfylgjandi kort. Talið er að krapaflóðið hafi hlaðist upp síðdegis í dag, upp úr klukkan 15. Lögregla vísar í gögn Veðurstofunnar, þar sem fram kemur að vatnshæð árinnar hafi náð hámarki um miðjan dag í dag og svo snarfallið aftur. Lögregla á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofan munu fylgjast með gangi mála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Náttúruhamfarir Veður Norðurþing Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira