Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 07:33 Fjöldi fólks var handtekinn á götum hollenskra borga í gær eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu. Getty/MARCO DE SWART Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira