Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 07:33 Fjöldi fólks var handtekinn á götum hollenskra borga í gær eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu. Getty/MARCO DE SWART Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ítrekað hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu, nú síðast í gærkvöldi í borgum á borð við Rotterdam, Amsterdam, Haarlem, Amersfoort og Geleen. Meira en 150 manns handteknir í gærkvöldi að því er greint frá á vef BBC. Eldar voru kveiktir á götum Haarlem og Haag og í Rotterdam kveiktu mótmælendur í, brutu rúður í verslunum, á veitingastað og í lestarstöð. Þá notaði lögreglan táragas og vatnsdælur til þess að reyna að dreifa hópi mótmælenda sem fór ránshendi um verslanir í borginni. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband AP-fréttastofunnar af átökum mótmælenda og lögreglu í Harleem í gær. Borgarstjórinn í Rotterdam hefur gefið út neyðartilskipun sem veitir lögreglunni í borginni víðtækari heimildir til að handtaka fólk og forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, hefur fordæmt mótmælin sem hann kallar glæpsamlegt ofbeldi. „Þetta er óásættanlegt. Allt venjulegt fólk horfir á þetta með hryllingi. Það sem keyrir þetta fólk áfram hefur ekkert með mótmæli að gera. Þetta er glæpsamlegt ofbeldi og við munum taka á þessu í samræmi við það,“ sagði Rutte. Lögreglan í Rotterdam segir mótmælendur hafa farið út á göturnar með það að markmiði að lenda í átökum við lögreglumenn.Getty/MARCO DE SWART Fyrsta útgöngubannið síðan í seinni heimsstyrjöldinni Útgöngubannið sem fólkið mótmælir tók gildi á laugardag og gildir frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm á morgnana. Það var sett á þar sem smitum fór mjög fjölgandi í landinu með tilheyrandi spítalainnlögnum og dauðsföllum. Þá óttast yfirvöld mjög breska afbrigði veirunnar. Veitingastaðir og barir hafa verið lokaðir í landinu síðan í október. Þá var skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar lokað í desember. Útgöngubannið er hins vegar það fyrsta sem sett er á í Hollandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Sekt við broti á banninu nemur 95 evrum sem samsvarar um 15.000 krónum. Staðfest kórónuveirusmit í Hollandi nálgast óðfluga eina milljón og þá hafa meira en 13.500 látist vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira