Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 06:38 Þingmenn fulltrúadeildarinnar fara hér með ákæruna yfir til öldungadeildarinnar til að afhenda hana formlega. Getty/Samuel Corum Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot og verða réttarhöldin í öldungadeildinni yfir honum þau fyrstu sem fram fara yfir fyrrverandi forseta. Þótt ákæran hafi nú formlega verið afhent munu réttarhöldin sjálf ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur. Öldungadeildin samþykkti slíka frestun í liðinni viku þar sem hún vildi fyrst fá ráðrúm til þess að fara yfir tilnefningar Joes Biden, Bandaríkjaforseta, í ríkisstjórn auk þess sem lögfræðiteymi Trumps fær tíma til að undirbúa vörn hans. Ólíklegt er talið að Repúblikanar í öldungadeildinni greiði atkvæði með því að dæma Trump fyrir meint brot hans. Til þess að forsetinn fyrrverandi hljóti dóm þurfa tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja að dæma hann. Demókratar þurfa því að treysta á hluta þingmanna Repúblikana í þeim efnum. Trump var fyrst ákærður fyrir embættisbrot sem forseti í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira