Innlent

John Snorri þurfti að snúa við en ætlar seinna á toppinn

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt liðsfélögum sínum.
John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt liðsfélögum sínum. John Snorri Sigurjónsson

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans, sem hélt af stað á topp K2 á laugardaginn, neyddust til að snúa við vegna veðurs og tókst ekki að ljúka för sinni á toppinn. Teymið er komið aftur í grunnbúðirnar og eru allir heilir á húfi.

„Eftir sautján klukkustunda göngu upp frá grunnbúðunum og næstum alla leið að þriðju búðum ákváðum við að stoppa og hvíla okkur. Á þeim tíma var okkur ljóst að mikill vindur skall á fyrr en búist var við,“ segir í færslu á Facebook-síðu Johns Snorra.

Bakpoki eins ferðafélagans, Ali, hafi fokið og sprungið í morgun þegar þeir voru að pakka saman tjaldi. Þeim hafi þó tekist að bjarga hluta búnaðarins úr bakpokanum en súrefnisgrímurnar töpuðust sem þeir þurfa á að halda til að komast á toppinn.

„Okkur líður vel og erum þegar byrjuð að skipuleggja næstu brottför á toppinn. Glugginn sem við horfum til er 3. – 5. Febrúar. Ali og sonur hans Sajid eru frábærir ferðafélagar í fjallinu, þeir eru virkilega sterkir og öruggir,“ segir John Snorri ennfremur í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×