Erlent

Hand­tekinn vegna gruns um að hafa skotið Karolin Ha­kim til bana

Atli Ísleifsson skrifar
Karolin Hakim starfaði sem læknir og hélt á fjögurra mánaða barni sínu þar sem hún var á gangi með manni sínum fyrir utan heimili sitt þegar hún var skotin í höfuðið.
Karolin Hakim starfaði sem læknir og hélt á fjögurra mánaða barni sínu þar sem hún var á gangi með manni sínum fyrir utan heimili sitt þegar hún var skotin í höfuðið. Getty

Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið 22 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið hina 31 árs gömlu Karolin Hakim til bana í Malmö í ágúst 2019. Karolin Hakim starfaði sem læknir og hélt á fjögurra mánaða barni sínu þar sem hún var á gangi með manni sínum fyrir utan heimili sitt þegar hún var skotin í höfuðið.

SVT segir frá því að saksóknari hafi farið fram á að hinn 22 ára karlmaður skyldi handtekinn vegna gruns um morð, tilraun til morðs og gróft brot á vopnalögum.

Saksóknarinn Lisa Åberg segir að maðurinn hafi áður komið við sögu í rannsókn málsins og hafa grunsemdirnar styrkst eftir því sem rannsókninni hefur miðað fram.

Maðurinn var fluttur úr fangelsi, þar sem hann afplánar nú dóm, og á lögreglustöð í Malmö þar sem hann verður yfirheyrður. Hann er sagður neita sök.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og var talið að ódæðismaðurinn hafi í raun ætlað sér að myrða eiginmann Karolin.

Barnsfaðir Karolin er 36 ára gamall og hefur haft tengingar við undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu svokallaða í Danmörku þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.