Íslenski boltinn

FH-ingar endurheimta Teit

Sindri Sverrisson skrifar
Teitur Magnússon er kominn aftur til FH.
Teitur Magnússon er kominn aftur til FH. Facebook/@fhingar

Teitur Magnússon, U19-landsliðsmaður í fótbolta, er kominn aftur til liðs við FH og hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Teitur fór frá FH til OB í Danmörku sumarið 2019 eftir að hafa verið það sumar í leikmannahópi meistaraflokks FH í sjö deildarleikjum, þá 17 og 18 ára, án þess þó að koma við sögu. Hann lék þó einn leik með liðinu í Pepsi-deildinni árið 2017. Hann var svo að láni hjá Þrótti R. 2018 og lék sex leiki í næstefstu deild, og skoraði eitt mark.

Í tilkynningu frá FH-ingum segir að mikil gleði ríki innan Fimleikafélagsins með að hafa endurheimt þennan unga varnarmann. Hann á að baki 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af fjóra fyrir U19-liðið.

Teitur Magnússon snýr heim í FH Teitur Magnússon u-19 ára landsliðsmaður, uppalinn FH-ingur og fyrrum leikmaður OB...

Posted by FHingar on Fimmtudagur, 21. janúar 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.