Biden hyggst framlengja ferðabannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 06:35 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Getty/Joshua Roberts Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira