Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 18:21 Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands fyrir stuttu. Twitter Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
pic.twitter.com/q3mq4VZgBG— (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Navalní sneri aftur í dag frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því eitrað var fyrir honum. Yfirvöld segja að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Navalní var fluttur til Þýskalands í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunarinnar í ágúst síðastliðnum. Talsmaður Navalnís segir að lögmaður hans, sem flaug með honum til Rússlands frá Þýskalandi, hafi ekki fengið að fara með honum. Engar útskýringar hvers vegna hann fékk það ekki hafa verið gefnar af lögreglunni. Hann verður í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum í tengslum við ásakanir um fjársvik. , . , . , , , . — (@Kira_Yarmysh) January 17, 2021 Flugvélin átti að lenda í Moskvu í dag en hætti við og lenti á flugvellinum í Sheremetyevo. Navalní hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að taka á móti sér á flugvellinum í Moskvu, sem hundruð gerðu. Margir stuðningsmenn hans á flugvellinum voru handteknir. Margir þeirra höfðu margir kyrjað „Rússland mun verða frjálst!“ og „Navalní! Navalní!“. Fréttastofa Sky greinir frá þessu. Stuðningsmenn Navalnís voru handteknir á flugvellinum í Moskvu þar sem þeir biðu hans.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lengi verið helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútíns Navalní hefur lengi verið einn helsti stjórnarandstæðingur Vladimírs Pútíns og hafa stjórnvöld ítrekað beitt sér fyrir því að hann geti ekki boðið sig fram til opinberra embætta. Árið 2014 var hann sakfelldur fyrir þjófnað en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Rússnesk yfirvöld hafa þegar hafið nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní en hann er sakaður um að hafa nýtt fé, sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Fangelsismálayfirvöld Rússlands hafa skipað Alexei Navalní að snúa aftur til Rússlands eða eiga á hættu að vera dæmdur til fangelsisvistar. Honum var gert að mæta á fund nú í morgun en fór ekki. 29. desember 2020 11:08