Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 13:38 Biden tekur við embætti forseta næsta miðvikudag. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57
Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26