Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 13:38 Biden tekur við embætti forseta næsta miðvikudag. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57
Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent