Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 16:13 Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum í Bretlandi og óttast sérfræðingar að það komi til með að aukast á næstu vikum. Getty/David Cliff Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi hefur aukist undanfarnar vikur þar sem smitum fer enn fjölgandi. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði, hefur bætt gráu ofan á svart og hefur metfjöldi smita greinst undanfarnar vikur. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi nálgast nú níutíu þúsund frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins óttast starfsfólk að geta ekki sinnt öllum þeim sem sækjast eftir læknisaðstoð á næstu vikum. Þannig gæti þurft að vísa einhverjum frá sem nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur. Boris hafi sjálfur talað um siðferðilegt stórslys Samtök heilbrigðisstarfsfólks hafa skrifað til ráðherra og bent þeim á að heilbrigðisstarfsmenn séu í hættu á að verða ákærðir fyrir að valda dauðsföllum með ólögmætum hætti. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi sjálfur sagt að of mikið álag á heilbrigðisstofnanir yrði „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ þar sem starfsfólk yrði sett í þá stöðu að velja hverjir myndu lifa og hverjir myndu deyja. „Yfirmenn á heilbrigðisstofnunum telja nú mikla hættu á því að heilbrigðiskerfið geti ekki staðið undir álaginu á næstu vikum. Meðlimir okkar óttast ekki aðeins að vera settir í þá stöðu, heldur einnig að þeir geti átt í hættu að lenda í sakamálarannsókn af hálfu lögreglunnar,“ segir í bréfinu til ráðherranna. Kallað er eftir lagasetningu sem myndi vernda lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir slíkum ákærum í ljósi þess að þeir gætu nú verið settir í aðstæður sem þeir hafa enga stjórn á. Þær leiðbeiningar sem nú séu í gildi veiti ekki nægilega vernd. „Það að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð er ávallt í forgangi hjá öllum læknum. Við teljum það ekki rétt að heilbrigðissérfræðingar þurfi mögulega að glíma við þær siðferðilegu og andlegu afleiðingar sem fylgja því að taka ákvarðanir út frá því hvernig takmörkuðum gæðum er dreift, á sama tíma og þeir geti átt í hættu á að verða ákærðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi hefur aukist undanfarnar vikur þar sem smitum fer enn fjölgandi. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði, hefur bætt gráu ofan á svart og hefur metfjöldi smita greinst undanfarnar vikur. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi nálgast nú níutíu þúsund frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins óttast starfsfólk að geta ekki sinnt öllum þeim sem sækjast eftir læknisaðstoð á næstu vikum. Þannig gæti þurft að vísa einhverjum frá sem nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur. Boris hafi sjálfur talað um siðferðilegt stórslys Samtök heilbrigðisstarfsfólks hafa skrifað til ráðherra og bent þeim á að heilbrigðisstarfsmenn séu í hættu á að verða ákærðir fyrir að valda dauðsföllum með ólögmætum hætti. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi sjálfur sagt að of mikið álag á heilbrigðisstofnanir yrði „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ þar sem starfsfólk yrði sett í þá stöðu að velja hverjir myndu lifa og hverjir myndu deyja. „Yfirmenn á heilbrigðisstofnunum telja nú mikla hættu á því að heilbrigðiskerfið geti ekki staðið undir álaginu á næstu vikum. Meðlimir okkar óttast ekki aðeins að vera settir í þá stöðu, heldur einnig að þeir geti átt í hættu að lenda í sakamálarannsókn af hálfu lögreglunnar,“ segir í bréfinu til ráðherranna. Kallað er eftir lagasetningu sem myndi vernda lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir slíkum ákærum í ljósi þess að þeir gætu nú verið settir í aðstæður sem þeir hafa enga stjórn á. Þær leiðbeiningar sem nú séu í gildi veiti ekki nægilega vernd. „Það að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð er ávallt í forgangi hjá öllum læknum. Við teljum það ekki rétt að heilbrigðissérfræðingar þurfi mögulega að glíma við þær siðferðilegu og andlegu afleiðingar sem fylgja því að taka ákvarðanir út frá því hvernig takmörkuðum gæðum er dreift, á sama tíma og þeir geti átt í hættu á að verða ákærðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17
Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47
Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15