Erlent

Setja aukinn kraft í bólu­setningar

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa um tvær milljónir manna verið bólusettir í Bretlandi.
Alls hafa um tvær milljónir manna verið bólusettir í Bretlandi. Getty

Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks.

Bretar urðu fyrstir til að hefja bólusetningu gegn Covid-19 með vottuðu bóluefni en þrátt fyrir það er faraldurinn í fullum gangi í landinu og gagnrýnisraddir hafa heyrst um að illa gangi að koma bóluefni út.

BBC segir frá því að bresk stjórnvöld hafi uppi áform um að vera búin að bólusetja 15 milljónir manna fyrir miðjan næsta mánuð en þar er um að ræða alla yfir sjötugu, heilbrigðisstarfsmenn og fólk í áhættuhópum. Í dag hafa aðeins um tvær milljónir Breta verið bólusettir, um 200 þúsund á dag.

Breski heilbrigðisráðherrann Matt Hancock mun síðar í dag greina betur frá áætlum stjórnvalda þegar kemur að dreifingu bóluefnisins. Hefur hann sagt áætlunina gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að koma Bretlandi „út úr heimsfaraldrinum“.


Tengdar fréttir

Yfir átta­tíu þúsund hafa látist í Bret­landi

Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í Bretlandi hafa rúmlega áttatíu þúsund látist af völdum veirunnar. Undanfarnar vikur hafa um þúsund manns látist á hverjum sólarhring, en faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×