Auðvelt hjá City sem nálgast toppliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling fagnar sínu marki í kvöld en hann skoraði fjórða og síðasta mark leiksins.
Sterling fagnar sínu marki í kvöld en hann skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Dave Thompson/Getty Images)

Manchester City lenti í engum vandræðum með Crystal Palace á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. City vann að endingu 4-0 sigur.

John Stones skoraði fyrsta markið á 26. mínútu eftir undirbúning Kevin de Bruyne en þetta var hundraðasta stoðsending Belgans. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ilkay Gundogan tvöfaldaði forystuna á 56. mínútu, John Stones skoraði fatur á 68. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok innsiglaði Raheem Sterling sigurinn með fjórða mark City.

City er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Man. United, en City á þó leik til góða.

Palcace er í þrettánda sætinu með 23 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira