Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 10:52 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa fyrstu bólusetningar við Covid-19 sem fram fóru þann 29. desember. Vísir/vilhelm Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45