Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2021 20:01 Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03