Íslenski boltinn

Þórdís snýr aftur í Kópavoginn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Facebook/Breiðablik

Kvennalið Breiðabliks hefur fengið öflugan liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-Max deildinni næsta sumar.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Kópavogsliðið en þar hóf hún sinn feril í meistaraflokki.

Þórdís er þrautreynd en hún hefur leikið með Stjörnunni, Þór/KA og KR hér á landi auk Breiðabliks. Þá lék hún í sænsku úrvalsdeildinni um tíma.

Hún á tvo A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

Breiðablik var í efsta sæti Pepsi-Max deildarinnar þegar tekin var ákvörðun um að hætta leik á Íslandsmótinu síðastliðið haust.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.