Enski boltinn

Frá Man. City til Heimis og nú í það að æfa með utan­deildar­liði á fjórum árum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bony fagnar í landsleik með Fílabeinsströndinni.
Bony fagnar í landsleik með Fílabeinsströndinni. Mynd/AP

Það eru innan við fjögur ár síðan Wilfried Bony var á mála hjá einu besta fótboltaliði í heimi; Manchester City. Nú æfir hann með utandeildarliðinu Newport County til að halda sér í formi.

Hinn 32 ára Fílbeinstrendingur er án félags eftir að samningur við Al-Ittihad í Sádi Arabíu var sameiginlega rift í nóvembermánuði. Bony skrifaði undir samning við Al-Ittihad í janúar 2020 eftir að hafa verið án félags í hálft ár.

Hann æfir nú með utandeildarliðinu en hann æfði einnig þar árið 2019. Hann er sagður í góðu sambandi við stjórann Michael Flynn en ólíklegt er þó að hann semji við félagið.

Bony sló í gegn hjá Swansea á árunum 2013 til 2015 þar sem hann skoraði 26 mörk í 54 leikjum. Manchester City keypti hann en þar sló hann heldur betur ekki í gegn. Hann fór síðan aftur til Swansea.

Þaðan var hann meðal annars lánaður til Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi í Katar en nú er hann eins og áðu segir án félags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×