Erlent

Yfir átta­tíu þúsund hafa látist í Bret­landi

Sylvía Hall skrifar
Staðan er alvarleg á Bretlandseyjum þar sem útgöngubann er í gildi.
Staðan er alvarleg á Bretlandseyjum þar sem útgöngubann er í gildi. Getty/Pietro Recchia

Frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst í Bretlandi hafa rúmlega áttatíu þúsund látist af völdum veirunnar. Undanfarnar vikur hafa um þúsund manns látist á hverjum sólarhring, en faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu.

Tölfræðin tekur saman einstaklinga sem hafa látist innan við 28 dögum frá greiningu. Aðeins fjögur önnur lönd hafa skráð fleiri dauðsföll; Bandaríkin, Brasilía, Indland og Mexíkó.

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur leitt til þess að fjöldi daglegra smita hefur aukist til muna. Síðastliðin mánuð hafa allt að sextíu þúsund greinst með veiruna daglega og hafa vísindamenn kallað eftir því, enn og aftur, að aðgerðir verði hertar.

Nú þegar er útgöngubann í gildi. 

Áhyggjur vísindamannanna snúa mest að fyrrnefndu afbrigði, sem er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi og hefur dúkkað upp víða um heiminn. Ísland er þar engin undantekning, en það hæfur bæði greinst á landamærunum og í innanlands hjá einstaklingum með tengsl við ferðalanga.

Ráðamenn hafa biðlað til fólks að „haga sér eins og það sé smitað“ í því skyni að það takmarki samneyti við annað fólk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×