Viðurkennir að það hafi verið mistök að reka ekki Pickford út af fyrir brotið á Van Dijk Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2021 12:00 Brotið umdeilda í leik liðanna þann 17. október. John Powell/Liverpool FC Enski dómarinn Michael Oliver viðurkennir að hann hafi gert mistök með því að gefa Jordan Pickford ekki rauða spjaldið fyrir brot hans á Virgil Van Dijk í leik liðanna í október. Brot sem heldur Hollendingnum frá fótboltavellinum í nokkra mánuði. Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01
Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01
Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26
Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00
Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31
Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19