Hafa fundið út hvar flugvélin hrapaði Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 08:22 Brak sem talið er vera úr vélinni fannst í aðgerðum leitarhóps í gær. Getty/DImas Ardian Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak. Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“ Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“
Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28