Stjóri Jóhanns Berg vill bólusetja alla ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 09:30 Sean Dyche fylgist með því þegar Jóhann Berg Guðmundsson kemur meiddur af velli. Getty/John Walton Knattspyrnustjóri Burnley segir að peningurinn sem fer í öll kórónuveiruprófin hjá ensku úrvalsdeildinni væri betur varið hjá framlínunni. Bretar eru eins og aðrir í Evrópu að glíma við mikla aukningu á smitum í landinu og mikil aukning hefur einnig orðið á smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa bættist í hóp með Newcastle, Fulham og Manchester City sem hafa öll þurft að glíma við hópsmit á síðustu vikum. Smitin tvöfölduðust milli vikna eftir að hafa fjölgað einnig mikið í vikunni á undan. Leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar fara nú í kórónuveirupróf tvisvar í viku en það hefur ekki verið alveg nóg í baráttunni við kórónuveiruna. Sean Dyche believes footballers should be vaccinated in order to re-distribute the vast money spent on coronavirus testing each week in the Premier League back to the NHS— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2021 Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley, hefur ákveðna skoðun á því sem sé best að gera á þessum krefjandi tímum. Dyche vill nefnilega bólusetja alla ensku úrvalsdeildina og hætta þessum sífelldum prófunum. Sá peningur sem sparast með því á að hans mati að fara í að styrkja heilbrigðiskerfið. „Þegar við horfum á alla þá peninga sem fara í smitpróf í ensku úrvalsdeildinni þá ætti sá peningur miklu frekar að fara í heilbrigðiskerfið og vinnuna við bólusetningarnar. Það hlýtur að vera betra en að vera að prófa leikmenn tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche er þekktur fyrir að fara aldrei í felur með skoðanir sínar og það nær líka út fyrir fótboltann. „Við skulum samt hafa það alveg á hreinu og það er fólk mun framar á listanum en fótboltamenn. Ég er ekki nálægt því að leggja það til að fótboltamenn ættu að vera settir fram fyrir fólk í áhættuhópum. Það sem ég er að segja að það væri miklu betra að fá þetta fjármagn sem fer í öll þessi próf þangað sem það hjálpar okkur við að auka framleiðslu bóluefnis,“ sagði Dyche. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Bretar eru eins og aðrir í Evrópu að glíma við mikla aukningu á smitum í landinu og mikil aukning hefur einnig orðið á smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa bættist í hóp með Newcastle, Fulham og Manchester City sem hafa öll þurft að glíma við hópsmit á síðustu vikum. Smitin tvöfölduðust milli vikna eftir að hafa fjölgað einnig mikið í vikunni á undan. Leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar fara nú í kórónuveirupróf tvisvar í viku en það hefur ekki verið alveg nóg í baráttunni við kórónuveiruna. Sean Dyche believes footballers should be vaccinated in order to re-distribute the vast money spent on coronavirus testing each week in the Premier League back to the NHS— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2021 Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley, hefur ákveðna skoðun á því sem sé best að gera á þessum krefjandi tímum. Dyche vill nefnilega bólusetja alla ensku úrvalsdeildina og hætta þessum sífelldum prófunum. Sá peningur sem sparast með því á að hans mati að fara í að styrkja heilbrigðiskerfið. „Þegar við horfum á alla þá peninga sem fara í smitpróf í ensku úrvalsdeildinni þá ætti sá peningur miklu frekar að fara í heilbrigðiskerfið og vinnuna við bólusetningarnar. Það hlýtur að vera betra en að vera að prófa leikmenn tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche er þekktur fyrir að fara aldrei í felur með skoðanir sínar og það nær líka út fyrir fótboltann. „Við skulum samt hafa það alveg á hreinu og það er fólk mun framar á listanum en fótboltamenn. Ég er ekki nálægt því að leggja það til að fótboltamenn ættu að vera settir fram fyrir fólk í áhættuhópum. Það sem ég er að segja að það væri miklu betra að fá þetta fjármagn sem fer í öll þessi próf þangað sem það hjálpar okkur við að auka framleiðslu bóluefnis,“ sagði Dyche.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira