Erlent

Pfizer segir bólu­efnið virka vel á breska af­brigðið

Atli Ísleifsson skrifar
Niðurstöður þessara nýju rannsókna Pfizer eru enn sem komið er takmarkaðar, en við gerð þeirra var rannsakað blóð úr fólki sem hafði fengið bóluefnið.
Niðurstöður þessara nýju rannsókna Pfizer eru enn sem komið er takmarkaðar, en við gerð þeirra var rannsakað blóð úr fólki sem hafði fengið bóluefnið. Getty

Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar.

Þetta kemur fram í frétt Reuters þar sem rætt er við fulltrúa Pfizer sem hafi framkvæmt rannsóknir á þetta afbrigði veirunnar sem greindist fyrst í Bretlandi og reynst vera meira smitandi en önnur.

Phil Dormitzer, leiðandi bóluefnarannsakandi Pfizer, segir fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bóluefnið virki á þetta breska afbrigði og slái á veiruna.

„Við höfum prófað bóluefnið á sextán ólík afbrigði og ekkert afbrigðanna leit út fyrir að hafa teljandi áhrif. Það eru góðar fréttir.“

Dormitzer segir að annað nýlegt afbrigði, sem fannst fyrst í Suður-Afríku og nefnt E484K afbrigðið, valdi áhyggjum. Rannsóknir standi nú yfir til að kanna virkni bóluefnisins gegn því afbrigði.

Niðurstöður þessara nýju rannsókna Pfizer eru enn sem komið er takmarkaðar, en við gerð þeirra var rannsakað blóð úr fólki sem hafði fengið bóluefnið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×