Erlent

Ossoff lýsir yfir sigri en fjölmiðlar bíða enn

Samúel Karl Ólason skrifar
Jon Ossoff, sem er líklega á leið á þing.
Jon Ossoff, sem er líklega á leið á þing. AP/Branden Camp

Jon Ossoff, annar frambjóðenda Demókrataflokksins í aukakosningum Georgíu um tvo sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst yfir sigri. Það gerði hann þó fjölmiðlar vestanhafs og sérfræðingar hafi ekki tekið sama skref og spáð honum sigri. Enn er mjög naumur munur milli hans og mótframbjóðanda hans, David Perdue.

Fyrr í morgun spáðu fjölmiðlar fyrir um að Demókratinn Raphael Warnock hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Kelly Loeffler, en þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða er Warnock með 2.227.296 atkvæði (50,6 prósent) og Loeffler með 2.173.866 atkvæði (49,4 prósent), samkvæmt New York Times.

Munurinn er töluvert minni á þeim Ossof og Perdue. Þar hefur Ossoff fengið 2.208.717 atkvæði (50,19 prósent) og Perdue 2.192.347 atkvæði (49,81 prósent) þegar einnig er búið að telja um 98 prósent atkvæða.

Flest atkvæði sem ekki er búið að telja koma frá sýslum þar sem Demókrötum hefur vegnað betur en Repúblikönum.

Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu

Ossoff birti myndband á Twitter í dag þar sem hann þakkaði íbúum Georgíu fyrir að hafa kosið sig á þing.


Tengdar fréttir

Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki

Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum.

Afar mjótt á munum í aukakosningunum í Georgíu

Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins í aukakosningunum sem fram fóru í Georgíu í dag. Í húfi eru tvö þingsæti í öldungadeild Bandaríska þingsins.

Auka­kosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi for­setann

Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×