Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 06:45 Demókratinn Raphael Warnock hefur lýst yfir sigri en hann hefur 36 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin. Getty/Michael M. Santiago Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09. Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Þegar 98 prósent atkvæða hafa verið talin hefur Demókratinn Raphael Warnock um 40 þúsund atkvæða forskot á Repúblikann Kelly Loeffler, eða sem nemur tæplega einu prósenti, og hefur AP-fréttastofan staðfest sigur hans. BREAKING: Democrat Raphael Warnock wins election to U.S. Senate from Georgia, beating incumbent Sen. Kelly Loeffler. #APracecall at 2:00 a.m. EST. #GAelection https://t.co/lGfinjTqT4— AP Politics (@AP_Politics) January 6, 2021 Sjálfur lýsti Warnock yfir sigri í nótt en Loeffler neitaði þá að játa sig sigraða og kvaðst þess fullviss að hún gæti unnið. Repúblikaninn David Perdue hefur enn naumara forskot á Demókratann Jon Osoff eða aðeins nokkur hundruð atkvæði, um hálft prósent, samkvæmt samantekt tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight nú í morgun. Vegna þess hversu mjótt er á mununum hefur FiveThirtyEight ekki viljað spá fyrir um úrslitin en bandaríska blaðið New York Times spáir því hins vegar að Demókratar vinni bæði öldungadeildarþingsætin. Fari svo velta þeir Repúblikönum úr sessi og tryggja Demókrötum meirihluta í öldungadeildinni. New York Times byggir spá sína á því að þau atkvæði sem á eftir að telja eru á svæðum sem hingað til hafa verið hliðholl Demókrötum. Til að mynda á eftir að telja þó nokkuð í úthverfum Atlanta. Talið er líklegra að meirihluti atkvæða þar falli Demókrötum í skaut. Talning atkvæða hefur gengið vel eftir að kjörstöðum var lokað. Lengi framan af voru Warnock og Ossoff, með um tíu prósenta forystu en þegar um helmingur atkvæða hafði verið talin tóku Loeffler og Perdue, forskotið. Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk höfðu 3,1 milljón Georgíubúa greitt atkvæði en samkvæmt útgönguspám var verulegur munur á því milli stuðningsmanna flokkanna tveggja hvort þeir sögðust treysta kosningunum eða ekki. Þannig sögðust þrír fjórðu kjósenda Repúblikanaflokksins ekki treysta kosningaferlinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og teymi hans voru enda iðnir við að varpa fram kenningum um svindl á meðan kosningarnar stóðu yfir og gerði Trump því meðal annars skóna að kosningavélarnar virkuðu ekki sem skyldi. Reports are coming out of the 12th Congressional District of Georgia that Dominion Machines are not working in certain Republican Strongholds for over an hour. Ballots are being left in lock boxes, hopefully they count them. Thank you Congressman @RickAllen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Yfirmenn kosninganna sögðu hins vegar um að ræða vandamál sem hefði verið leyst vel áður en forsetinn tjáði sig á Twitter. Fréttin var uppfærð klukkan 07:09.
Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð