Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 08:41 Vinnuvikan styttist á leikskólum borgarinnar nú um áramótin í samræmi við kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Vistunartími barna í leikskólum Reykjavíkurborgar mun ekki skerðast og ekki eru gerðar breytingar á þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra þótt vinnuvikan hafi verið stytt í skólunum nú um áramótin. Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Innlent Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Innlent Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Erlent Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni Innlent Gáfu fjölskyldu Víglundar draumavél feðganna Innlent Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Erlent Umferðarslys austan Selfoss Innlent Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Erlent Fleiri fréttir Vargöld í verktakabransanum, mótmæli og þristur fluttur Sakhæfi og refsing móður sem myrti eigið barn staðfest Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Umferðarslys austan Selfoss Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar Gáfu fjölskyldu Víglundar draumavél feðganna Bein útsending: Skóli og nám í víðum skilningi - breytt heimsmynd Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka „Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Flugu frá Frakklandi með tólf kíló af kókaíni Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Var lengi hikandi að selja Ratcliffe laxveiðijarðirnar Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Hefja söfnun fyrir geðheilbrigðisúrræði í minningu Bryndísar Klöru Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis Hávaðaútköll og maður með ólæti á dvalarheimili Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki „Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Erlendir ríkisborgarar rúmlega helmingur atvinnulausra Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni „Fólk er í áfalli yfir þessu“ Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ „Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Hvalurinn kominn út á haf Fastir í flugstöðinni í fjóra daga og Trump-Tesla í Keflavík Sjá meira
Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs.
Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Innlent Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Innlent Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Erlent Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni Innlent Gáfu fjölskyldu Víglundar draumavél feðganna Innlent Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Erlent Umferðarslys austan Selfoss Innlent Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Erlent Fleiri fréttir Vargöld í verktakabransanum, mótmæli og þristur fluttur Sakhæfi og refsing móður sem myrti eigið barn staðfest Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Umferðarslys austan Selfoss Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar Gáfu fjölskyldu Víglundar draumavél feðganna Bein útsending: Skóli og nám í víðum skilningi - breytt heimsmynd Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka „Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Flugu frá Frakklandi með tólf kíló af kókaíni Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Var lengi hikandi að selja Ratcliffe laxveiðijarðirnar Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Hefja söfnun fyrir geðheilbrigðisúrræði í minningu Bryndísar Klöru Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis Hávaðaútköll og maður með ólæti á dvalarheimili Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki „Óásættanlegt“ að ofbeldi fái ekki sömu athygli og veiðigjöld Erlendir ríkisborgarar rúmlega helmingur atvinnulausra Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni „Fólk er í áfalli yfir þessu“ Fjölmiðlafrumvarpið „ein allsherjarhefndarför gegn Morgunblaðinu“ „Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Hvalurinn kominn út á haf Fastir í flugstöðinni í fjóra daga og Trump-Tesla í Keflavík Sjá meira