„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2021 08:01 Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, á kosningafundinum í Georgíu í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Demókratar leggja mikla áherslu á að vinna sætin frá Repúblikönum enda tryggja þeir sér þannig meirihluta í öldungadeildinni sem getur haft verulega þýðingu fyrir Biden við upphaf forsetatíðar hans. Í ræðu sinni á fundinum í gær hvatti Biden kjósendur í Georgíu til þess að koma þjóðinni aftur á óvart með því að kjósa tvo Demókrata til öldungadeildarinnar. Biden hafði betur gegn Trump í ríkinu í forsetakosningunum í nóvember, nokkuð óvænt, en aðeins um 12.000 atkvæði skildu þá að. Er hann fyrsti Demókratinn í þrjátíu ár til þess að fara með sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningum. „Georgía, öll þjóðin horfir til þín. Aldrei áður á mínum ferli hefur eitt ríki getað markað stefnuna ekki aðeins fyrir næstu fjögur ár heldur fyrir næstu kynslóð,“ sagði Biden í ræðu sinni. Á meðan Trump hefur reynt að fá Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, til þess að „finna“ atkvæði fyrir sig svo snúa megi úrslitum forsetakosninganna við kvaðst Biden aldrei myndu krefjast tryggðar frá þingmönnum ríkisins. Þeir væru kjörnir til þess að þjóna íbúum Georgíu og stjórnarskránni, ekki forsetanum. „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald. Aðeins bandaríska þjóðin getur gefið og heimilað vald,“ sagði Biden.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira