Úranauðgun Íran hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 14:06 Hassan Rouhani, forseti Írans, gaf skipun fyrir aukinni úranauðgun í morgun. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira