Níu er saknað en á blaðamannafundi nú í morgun sagði Roy Alkvist, stjórnandi aðgerða hjá lögreglunni á svæðinu, að enn væri vonast til þess að hægt væri að finna einhvern á lífi.
Einn fannst látinn í gær í rústunum en lögregla birti í gær lista yfir þau sem saknað er. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.
Alkvist greindi frá því að í dag yrði leitað á stærra svæði en áður. Íbúar í bænum þurfa enn að halda sig fjarri þar sem svæðið er ennþá talið ótryggt.