Erlent

Stækka leitarsvæðið og vonast enn til að finna fólk á lífi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunaraðilar að störfum í skriðusárinu í gær.
Björgunaraðilar að störfum í skriðusárinu í gær. AP/Terje Bendiskby

Björgunaraðilar í Noregi munu stækka leitarsvæðið í sárinu sem leirskriðan við bæinn Ask í Noregi skildi eftir sig í síðustu viku.

Níu er saknað en á blaðamannafundi nú í morgun sagði Roy Alkvist, stjórnandi aðgerða hjá lögreglunni á svæðinu, að enn væri vonast til þess að hægt væri að finna einhvern á lífi.

Einn fannst látinn í gær í rústunum en lögregla birti í gær lista yfir þau sem saknað er. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.

Alkvist greindi frá því að í dag yrði leitað á stærra svæði en áður. Íbúar í bænum þurfa enn að halda sig fjarri þar sem svæðið er ennþá talið ótryggt.


Tengdar fréttir

Birta nöfn allra sem saknað er í Ask

Norska lögreglan birti í dag nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.

Jarð­fræðingur út­skýrir hvað býr að baki leir­skriðunum í Ask

Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.