Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 11:00 Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden. Ástralía Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. Yarraka Bayles birti myndbandið á Facebook eftir að sonur hennar varð fyrir einelti, eins og hefur ítrekað gerst áður. Hún hafði þá komið í skóla hins níu ára gamla Quaden Bales til að sækja hann. Í myndbandinu, þar sem heyra má drenginn segja að hann vilji deyja, biðlar móðir hans til annarra barna og foreldra um að stöðva eineltið, sem hún segist ráðalaus gagnvart. Fjölskylda Quaden býr í Queensland í Ástralíu og eru þau af ætt frumbyggja. „Þetta er það sem einelti gerir,“ sagði hún. Hún ítrekaði að einhverskonar einelti gagnvart Quaden ætti sér stað á hverjum einasta degi. „Viljið þið vinsamlegast fræða börnin ykkar, fjölskyldur og vini.“ Quaden Bayles er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia) sem er algengasta sjónarmynd dvergvaxtar. Viðbrögðin við myndbandi Yarraka hafa verið gífurleg og heimslæg. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna og myllumerkið #StopBullying varð einstaklega algengt á Twitter. Meðal þeirra sem hafa sent Quaden kveðju er ástralski leikarinn Hugh Jackman. Quaden - you’ve got a friend in me. #BeKind@LokelaniHigahttps://t.co/8dr3j2z8Sypic.twitter.com/jyqtZYC953— Hugh Jackman (@RealHughJackman) February 20, 2020 Grínistinn Brad Williamsson, sem einnig er með brjóskkyrkingu, stofnaði til hópfjáröflunar svo fjölskylda Quaden gæti ferðast til Disney World. Á tiltölulega skömmum tíma hafði söfnunin aflað rúmlega 130 þúsund dölum. It’s now at 130k. Amazing. Thank you everyone. This is way outside my level of expertise. I just don’t want to mess this up. I need help so I can do this correctly. @TheEllenShow, you do this kind of stuff all the time. Can you PLEASE help me do this the right way??— Brad Williams (@funnybrad) February 21, 2020 Þá hefur Quaden verið boðið á æfingar stjörnuliðs innfæddra Ástrala í ruðningi og mun hann fylgja þeim út á völl í leik liðsins á laugardaginn. The Indigenous #NRLAllStars have invited 9-year-old Quaden Bayles, a victim of bullying, to lead them out this Saturday night pic.twitter.com/UcXhNt3QKF— NRL (@NRL) February 20, 2020 Eric Trump, sonur forseta Bandaríkjanna, deili sögu Quaden til sinna fylgjenda á Twitter. This is absolutely heartbreaking. God bless this little boy... Quaden - we are all with you! Stay strong! #TeamQuadenhttps://t.co/KbhFArmbDB— Eric Trump (@EricTrump) February 20, 2020 Hér má svo sjá frétt ABC News í Ástralíu um Quaden.
Ástralía Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira