Erlent

48 hæða skýjakljúfur alelda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill eldur braust út í turninum, líkt og sjá má á myndinni til vinstri. Enn loguðu glæður í skýjakljúfinum þegar slökkviliðsmenn voru búnir að ná tökum á eldinum.
Mikill eldur braust út í turninum, líkt og sjá má á myndinni til vinstri. Enn loguðu glæður í skýjakljúfinum þegar slökkviliðsmenn voru búnir að ná tökum á eldinum. Samsett

Eldur kviknaði í skýjakljúfi í borginni Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í kvöld. Turninn varð fljótt alelda og tugir slökkviliðsmanna unnu að slökkvistarfi. BBC hefur engar staðfestar fregnir af slysum á fólki en svo virðist þó sem enginn hafi slasast alvarlega. Samkvæmt frétt Gulf News hlutu níu minniháttar meiðsl og fengu allir aðhlynningu á vettvangi.

Fjöldi íbúða er í skýjakljúfinum en ekkert hefur enn fengið staðfest um eldsupptök. Þó er talið að eldurinn hafi kviknað á tíundu hæð, að því er fréttir arabískra miðla herma. Turninn telur alls 48 hæðir.

Svo virðist sem tekist hafi að slökkva eldinn að mestu en í frétt BBC segir að nú sé unnið að því að kæla turninn. Rýma þurfti fimm byggingar hið minnsta í grennd við turninn á meðan slökkvistarf stóð sem hæst.

Myndbönd af eldsvoðanum má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×