Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó 2-0 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 10. júní 2013 15:33 Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira