Erlent

Dauðsföllum fjölgar mjög á dvalarheimilum í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldri maður fluttur á sjúkrahús í New York.
Eldri maður fluttur á sjúkrahús í New York. AP/John Minchillo

Embættismenn í New York hafa hækkað tölu látinna á dvalarheimilum í ríkinu. Alls hafa minnst 4.813 dáið á dvalarheimilum vegna Covid-19 frá 1. mars. Talan hækkað um 1.700 eftir að fólk sem dó líklega úr sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, án þess að það hafi verið staðfest með prófi, var bætt við.

Þessi tala fangar líklegast ekki heildartöluna enn þar sem hún inniheldur ekki fólk sem hafi verið flutt frá dvalarheimilum á sjúkrahús, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Ekki liggur fyrir hve mörg dvalarheimili er um að ræða. Hins vegar hafa minnst 22 dvalarheimili í ríkinu tilkynnt fleiri en 40 dauðsföll vegna sjúkdómsins.

Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum óttast að verða fyrir fjölda lögsókna á næstunni, vegna faraldursins, og hafa beitt miklum þrýstingi á yfirvöld ríkja. Markmiðið er að komast í skjól gegn lögsóknum og virðist sem það hafi virkað.

Sjá einnig: Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur sætt gagnrýni fyrir að tryggja öryggi á dvalarheimilum nægjanlega. Starfsmönnum þeirra gekk illa að að verða sér út um hlífðarbúnað og hægt gekk að skima fyrir veirunni meðal þeirra og skjólstæðinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×