Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2020 11:13 Flóttamenn standa við landamæri Grikklands. Komið hefur til átaka við landamærin og mun einn flóttamaður hafa verið skotinn til bana. AP/Giannis Papanikos Yfirvöld Grikklands hafa lokað á frekari hælisumsóknir eftir að Tyrkir byrjuðu að hleypa flóttafólki til Grikklands. Fregnir hafa borist af því að landamæraverðir í Grikklandi hafi skotið flóttamann til bana í morgun. Um það bil 3,7 milljónir flóttafólks hafa haldið til í Tyrklandi um árabil, auk flóttafólks frá öðrum ríkjum svæðisins. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan ,forseta Tyrklands, hafði gert samkomulag við Evrópusambandið um að fólkinu yrði ekki leyft að fara lengra en til Tyrklands og staðinn fengu Tyrkir fjárstyrki frá ESB. Nú segjast Tyrkir hins vegar ekki ráða við þennan fjölda flóttafólks og hafa opnað dyrnar að Evrópu, ef svo má að orði komast. Yfirvöld Grikklands hafa hins vegar aukið viðbúnaðinn við landamæri ríkjanna til muna og hafa hermenn verið sendir á svæðið. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti aðgerðirnar í gærkvöldi. Sagði hann sömuleiðis að landamæri Grikklands væru landamæri Evrópu og að þau yrðu varin. Ríkisstjórn hans hefur leitað til ESB eftir aðstoð. ESB segir að aðstoð verði veitt til Grikklands og Búlgaríu, sem deilir einnig landamærum með Tyrklandi. „Einu sinni enn. Ekki reyna að komast til Grikklands ólöglega. Ykkur verður vísað á brott,“ skrifaði Mitsotakis á Twtitter. The borders of Greece are the external borders of Europe. We will protect them. I will be visiting the #Evros land border with Turkey along with Charles Michel @eucopresident on Tuesday.Once more, do not attempt to enter Greece illegally - you will be turned back. — Prime Minister GR (@PrimeministerGR) March 1, 2020 Grikkir segja að minnst tíu þúsund manns hafi verið vísað frá landamærunum á laugardaginn og 5.500 manns í gær. Óstaðfestar fregnir herma að flóttafólki í Tyrklandi hafi verið keyrt að landamærum Grikklands í ómerktum rútum og hafa myndbandsupptökur stutt þær fregnir. Alkiviadis Stefanis, aðstoðarvarnarmálaráðherra Grikklands, hefur sakaði yfirvöld Tyrklands um að hvetja flóttafólk til að leggja land undir fót og fara til Evrópu. „Þeir eru ekki bara hættir að stöðva þau, heldur eru þeir að hjálpa þeim,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali, samkvæmt BBC. Komið hefur til átaka á milli flóttafólksins og landamæravarða. Táragasi hefur verið beitt gegn flóttafólkinu sem hefur kastað grjóti og öðrum munum að landamæravörðunum. Mevlut Cavasoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, birti tíst á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi Grikki harðlega. „Sjáið þá sem veita okkur kennslustundir í um alþjóðalög!“ skrifaði hann. „Þeir kasta táragasi að þúsundum saklausra sem hafa raðað sér upp við dyr þeirra“. Hann skrifaði einnig að Tyrkir væru ekki skuldbundnir til að halda fólkinu þar í landi en Grikkjum bæri að koma fram við þau eins og manneskjur. Bize uluslararas hukuk dersi verenlere bak n! Kap lar na y lm binlerce masum insan n üzerine utanmadan gaz bombalar at yorlar.Bizim ülkemizden giden insanlar zorla tutmak gibi bir yükümlülü ümüz yok. Ama Yunanistan n kap s na gelenlere insan gibi davranma yükümlülü ü var! https://t.co/Av0v5GIy5o pic.twitter.com/YhludAdRGg— Mevlüt Çavu o lu (@MevlutCavusoglu) February 29, 2020 Fólksflutningarnir tengjast Idlib-héraði í Sýrlandi og átökunum þar. Gífurlega margir eru á flótta þar og hafa flestir þeirra leitað til Tyrklands. Neyðarástand er á svæðinu. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Embættismenn í Tyrklandi segjast vera að búa sig undir komu margra flóttamanna til viðbótar og því hafi ákvörðunin verið tekin að opna landamærin að Grikklandi. Ábyrgðin gæti ekki einungis verið á höndum Tyrkja. Nú í morgun bárust svo fregnir af því að grískir landamæraverðir hafi skotið mann til bana á landamærunum. This is the first reported death among migrants trying to cross from Turkey to Greece. One syrian man was shot dead by Greek border guards. Here is the video.@akhbar pic.twitter.com/LIM5L8d03h— Jenan Moussa (@jenanmoussa) March 2, 2020 Flóttamenn Tyrkland Sýrland Grikkland Tengdar fréttir Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Yfirvöld Grikklands hafa lokað á frekari hælisumsóknir eftir að Tyrkir byrjuðu að hleypa flóttafólki til Grikklands. Fregnir hafa borist af því að landamæraverðir í Grikklandi hafi skotið flóttamann til bana í morgun. Um það bil 3,7 milljónir flóttafólks hafa haldið til í Tyrklandi um árabil, auk flóttafólks frá öðrum ríkjum svæðisins. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan ,forseta Tyrklands, hafði gert samkomulag við Evrópusambandið um að fólkinu yrði ekki leyft að fara lengra en til Tyrklands og staðinn fengu Tyrkir fjárstyrki frá ESB. Nú segjast Tyrkir hins vegar ekki ráða við þennan fjölda flóttafólks og hafa opnað dyrnar að Evrópu, ef svo má að orði komast. Yfirvöld Grikklands hafa hins vegar aukið viðbúnaðinn við landamæri ríkjanna til muna og hafa hermenn verið sendir á svæðið. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti aðgerðirnar í gærkvöldi. Sagði hann sömuleiðis að landamæri Grikklands væru landamæri Evrópu og að þau yrðu varin. Ríkisstjórn hans hefur leitað til ESB eftir aðstoð. ESB segir að aðstoð verði veitt til Grikklands og Búlgaríu, sem deilir einnig landamærum með Tyrklandi. „Einu sinni enn. Ekki reyna að komast til Grikklands ólöglega. Ykkur verður vísað á brott,“ skrifaði Mitsotakis á Twtitter. The borders of Greece are the external borders of Europe. We will protect them. I will be visiting the #Evros land border with Turkey along with Charles Michel @eucopresident on Tuesday.Once more, do not attempt to enter Greece illegally - you will be turned back. — Prime Minister GR (@PrimeministerGR) March 1, 2020 Grikkir segja að minnst tíu þúsund manns hafi verið vísað frá landamærunum á laugardaginn og 5.500 manns í gær. Óstaðfestar fregnir herma að flóttafólki í Tyrklandi hafi verið keyrt að landamærum Grikklands í ómerktum rútum og hafa myndbandsupptökur stutt þær fregnir. Alkiviadis Stefanis, aðstoðarvarnarmálaráðherra Grikklands, hefur sakaði yfirvöld Tyrklands um að hvetja flóttafólk til að leggja land undir fót og fara til Evrópu. „Þeir eru ekki bara hættir að stöðva þau, heldur eru þeir að hjálpa þeim,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali, samkvæmt BBC. Komið hefur til átaka á milli flóttafólksins og landamæravarða. Táragasi hefur verið beitt gegn flóttafólkinu sem hefur kastað grjóti og öðrum munum að landamæravörðunum. Mevlut Cavasoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, birti tíst á laugardaginn þar sem hann gagnrýndi Grikki harðlega. „Sjáið þá sem veita okkur kennslustundir í um alþjóðalög!“ skrifaði hann. „Þeir kasta táragasi að þúsundum saklausra sem hafa raðað sér upp við dyr þeirra“. Hann skrifaði einnig að Tyrkir væru ekki skuldbundnir til að halda fólkinu þar í landi en Grikkjum bæri að koma fram við þau eins og manneskjur. Bize uluslararas hukuk dersi verenlere bak n! Kap lar na y lm binlerce masum insan n üzerine utanmadan gaz bombalar at yorlar.Bizim ülkemizden giden insanlar zorla tutmak gibi bir yükümlülü ümüz yok. Ama Yunanistan n kap s na gelenlere insan gibi davranma yükümlülü ü var! https://t.co/Av0v5GIy5o pic.twitter.com/YhludAdRGg— Mevlüt Çavu o lu (@MevlutCavusoglu) February 29, 2020 Fólksflutningarnir tengjast Idlib-héraði í Sýrlandi og átökunum þar. Gífurlega margir eru á flótta þar og hafa flestir þeirra leitað til Tyrklands. Neyðarástand er á svæðinu. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Embættismenn í Tyrklandi segjast vera að búa sig undir komu margra flóttamanna til viðbótar og því hafi ákvörðunin verið tekin að opna landamærin að Grikklandi. Ábyrgðin gæti ekki einungis verið á höndum Tyrkja. Nú í morgun bárust svo fregnir af því að grískir landamæraverðir hafi skotið mann til bana á landamærunum. This is the first reported death among migrants trying to cross from Turkey to Greece. One syrian man was shot dead by Greek border guards. Here is the video.@akhbar pic.twitter.com/LIM5L8d03h— Jenan Moussa (@jenanmoussa) March 2, 2020
Flóttamenn Tyrkland Sýrland Grikkland Tengdar fréttir Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45