Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Andri Eysteinsson skrifar 29. febrúar 2020 10:21 Flóttafólk freistir þess nú að komast frá Tyrklandi til Grikklands. Getty/Anadolu Agency Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland. Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland.
Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira