Erlent

SAS fær ríkisstyrkta lánalínu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
SAS hefur barist í bökkum eins og mörg önnur flugfélög.
SAS hefur barist í bökkum eins og mörg önnur flugfélög. vísir/afp

Sænsk og dönsk stjórnvöld hafa nú heimilað lánalínu til SAS flugfélagsins en félagið hefur verið í miklum kröggum eins og önnur flugfélög heimsins síðustu mánuði. Lánalínan nemur rúmlega þremur milljörðum sænskra króna eða um 49 milljörðum íslenskra króna og er til þriggja ára.

Björgunarpakkinn hefur verið samþykktur af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og í tilkynningu sem barst í morgun segjast stjórnendur SAS nú fá möguleika á að komast í gegnum erfiðleikana sem kórónuveiran hefur skapað. Að auki hefur félagið farið fram á risalán frá Noregi, en SAS er að hluta til í eigu Svía, Dana og Norðmanna.

Samhliða þessu hefur SAS sagst ætla að fækka í starfsliði sínu um helming, auk þess félagið hefur heitið því að draga úr kostnaði og skera niður eins og kostur er. Þá hyggst SAS jafnframt leita aukinnar aðstoðar frá fyrrnefndum stjórnvöldum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×