Kjósa í þriðja sinn á einu ári Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2020 08:22 Avigdor Liberman verður mögulega aftur í kjörstöðu til að mynda ríkisstjórn. AP/Tsafrir Abayov Kjósendur í Ísrael ganga í dag að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Síðustu tvær kosningar landsins hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Benjamin Netanyahu hefur því starfað áfram sem forsætisráðherra, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir spillingu og að réttarhöldin gegn honum hefjist eftir tvær vikur. Miðað við kannanir er enn og aftur útlit fyrir að pattstaðan muni halda áfram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Netanyahu hefur nú setið lengur í embætti en nokkur annar forsætisráðherra Ísrael. Benny Gantz, leiðtogi Bláa og hvíta bandalagsins, vonast til þess að geta velt Neytanyahu úr sessi. Eins og áður gefa kannanir þó í skyn að Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, muni verða í kjörstöðu eftir kosningarnar og að hann muni mögulega geta myndað ríkisstjórn með annarri hvorri fylkingu Ísrael. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanyahu því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Heilt yfir bjóða 23 flokkar fram í kosningunum en samkvæmt Times of Israel þykir ólíklegt að fleiri en átta flokkar nái yfir þau 3,25 prósent sem til þarf til að fá mann inn á þing. Búist er við lágri kjörsókn í dag, þar sem kjósendur eru þreyttir á ástandinu. Leiðtogar flokkanna munu verja deginum í að hvetja kjósendur til að takka þátt í kosningunum. Ísrael Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Kjósendur í Ísrael ganga í dag að kjörborðunum í þriðja sinn á einu ári. Síðustu tvær kosningar landsins hafa ekki skilað afgerandi meirihluta og ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn. Benjamin Netanyahu hefur því starfað áfram sem forsætisráðherra, þrátt fyrir að hafa verið ákærður fyrir spillingu og að réttarhöldin gegn honum hefjist eftir tvær vikur. Miðað við kannanir er enn og aftur útlit fyrir að pattstaðan muni halda áfram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Netanyahu hefur nú setið lengur í embætti en nokkur annar forsætisráðherra Ísrael. Benny Gantz, leiðtogi Bláa og hvíta bandalagsins, vonast til þess að geta velt Neytanyahu úr sessi. Eins og áður gefa kannanir þó í skyn að Avigdor Liberman, leiðtogi Yisrael Beiteinu, muni verða í kjörstöðu eftir kosningarnar og að hann muni mögulega geta myndað ríkisstjórn með annarri hvorri fylkingu Ísrael. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanyahu því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka. Heilt yfir bjóða 23 flokkar fram í kosningunum en samkvæmt Times of Israel þykir ólíklegt að fleiri en átta flokkar nái yfir þau 3,25 prósent sem til þarf til að fá mann inn á þing. Búist er við lágri kjörsókn í dag, þar sem kjósendur eru þreyttir á ástandinu. Leiðtogar flokkanna munu verja deginum í að hvetja kjósendur til að takka þátt í kosningunum.
Ísrael Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira