Segir að VAR gæti gengið af fótboltanum dauðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2020 11:24 Ekki eru allir sannfærðir um ágæti VAR. vísir/getty Myndbandsdómgæslan (VAR) kom mikið við sögu í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ákvarðanir VAR voru umdeildar og myndbandsdómarar báðust m.a. afsökunar á að hafa ekki rekið Tottenham-manninn Giovani Lo Celso af velli fyrir að traðka á Cesar Azpilcueta, fyrirliða Chelsea, í leik liðanna á Stamford Bridge. „Ég vil að þetta virki og geri leikinn betri en þetta var svo rangt,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn sem hans menn unnu, 2-1. „Starf dómara er svo erfitt og VAR átti að hjálpa þeim. Mér finnst ömurlegt að biðja um rautt spjald en þetta brot verðskuldaði það.“ Manchester City fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik gegn Leicester City á King Power vellinum þegar Dennis Praet fékk boltann í höndina. Í fyrri hálfleiknum fékk Leicester ekki víti við svipaðar kringumstæður. City vann leikinn með einu marki gegn engu. „Við erum vonsviknir að hafa ekki fengið víti. Þetta var svo augljóst,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og faðir Kaspers, markvarðar Leicester, gekk enn lengra í gagnrýni sinni á VAR. Daninn sagði að VAR gæti gengið af fótboltanum dauðum ef það væri ekki fjarlægt úr leiknum. Stór orð hjá stórum manni. VAR kom einnig við sögu í leik Burnley og Bournemouth. Í seinni hálfleik var mark dæmt af Bournemouth því í aðdraganda þess hafði Adam Smith, varnarmaður liðsins, handleikið boltann innan eigin vítateigs. Burnley fékk víti sem Jay Rodriguez skoraði úr. Burnley vann leikinn, 3-0, og komst upp í 8. sæti deildarinnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45 Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald Mistök voru gerð þegar Giovani Lo Celso slapp við refsingu fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta. 22. febrúar 2020 15:17 Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 22. febrúar 2020 19:15 Schmeichel sló pabba sínum við Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti. 23. febrúar 2020 09:00 Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Myndbandsdómgæslan (VAR) kom mikið við sögu í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ákvarðanir VAR voru umdeildar og myndbandsdómarar báðust m.a. afsökunar á að hafa ekki rekið Tottenham-manninn Giovani Lo Celso af velli fyrir að traðka á Cesar Azpilcueta, fyrirliða Chelsea, í leik liðanna á Stamford Bridge. „Ég vil að þetta virki og geri leikinn betri en þetta var svo rangt,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn sem hans menn unnu, 2-1. „Starf dómara er svo erfitt og VAR átti að hjálpa þeim. Mér finnst ömurlegt að biðja um rautt spjald en þetta brot verðskuldaði það.“ Manchester City fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik gegn Leicester City á King Power vellinum þegar Dennis Praet fékk boltann í höndina. Í fyrri hálfleiknum fékk Leicester ekki víti við svipaðar kringumstæður. City vann leikinn með einu marki gegn engu. „Við erum vonsviknir að hafa ekki fengið víti. Þetta var svo augljóst,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Leicester. Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United og faðir Kaspers, markvarðar Leicester, gekk enn lengra í gagnrýni sinni á VAR. Daninn sagði að VAR gæti gengið af fótboltanum dauðum ef það væri ekki fjarlægt úr leiknum. Stór orð hjá stórum manni. VAR kom einnig við sögu í leik Burnley og Bournemouth. Í seinni hálfleik var mark dæmt af Bournemouth því í aðdraganda þess hafði Adam Smith, varnarmaður liðsins, handleikið boltann innan eigin vítateigs. Burnley fékk víti sem Jay Rodriguez skoraði úr. Burnley vann leikinn, 3-0, og komst upp í 8. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45 Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald Mistök voru gerð þegar Giovani Lo Celso slapp við refsingu fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta. 22. febrúar 2020 15:17 Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 22. febrúar 2020 19:15 Schmeichel sló pabba sínum við Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti. 23. febrúar 2020 09:00 Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Burnley upp í 8. sætið eftir fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum Burnley er eitt heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 22. febrúar 2020 16:45
Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald Mistök voru gerð þegar Giovani Lo Celso slapp við refsingu fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta. 22. febrúar 2020 15:17
Jesus skaut Man. City enn nær silfrinu Gabriel Jesus skoraði sigurmarkið þegar Manchester City vann Leicester 1-0 í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 22. febrúar 2020 19:15
Schmeichel sló pabba sínum við Kasper Schmeichel þarf að verða Englandsmeistari fjórum sinnum í viðbót til að jafna við Peter Schmeichel, föður sinn, en í gær tók hann fram úr þeim gamla að einu leyti. 23. febrúar 2020 09:00
Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Chelsea vann sanngjarnan sigur á Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. febrúar 2020 14:15