Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli Þórleifsson Vísir/Valli Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38