Fór yfir upphafið á endinum á ferli sínum hjá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 22:45 Foster ver frá Anthony Martial í leik gegn Manchester United. Simon Stacpoole/Getty Images Hinn 37 ára gamli Ben Foster, einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í dag, mætti í hlaðvarpsþátt Peter Crouch á dögunum og fór yfir ferilinn. Þar var helsta umræðuefni tími hans hjá Manchester United en Foster átti ekki sjö dagana sæla í treyju félagsins. Foster var nokkuð óreyndur er Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa markvörðinn frá Stoke City. Í kjölfarið var hann lánaður til Watford í tvö tímabil áður en hann var gerður að varamarkverði fyrir Edwin Van der Sar. Áður en umræðan barst þangað var hann spurður út í sín fyrstu kynni af Roy Keane, þáverandi fyrirliða Man Utd og einum kröfuharðasta knattspyrnumanni allra tíma. Ben Foster shares Roy Keane incident that left him 's**t scared' of Man Utd skipperhttps://t.co/242Xg1eYRV pic.twitter.com/5cne2Waxbn— Mirror Football (@MirrorFootball) May 2, 2020 „Við vorum að spila á varaliðsleik á undirbúningstímabilinu og hann var í sinni hefðbundnu stöðu á miðri miðjunni. Við erum Man Utd svo við erum að stjórna spilinu og hann kom niður að sækja knöttinn svo ég gæti rúllað honum til hans.“ „Ég rúllaði knettinum víst of hægt til hans. Hann gjörsamlega missti það, stöðvaði boltann og hraunaði yfir mig. Skokkaði svo upp völlinn með boltann og hélt áfram að láta mig heyra það. Það kennir þér enginn að höndla svona aðstæður andlega,“ sagði Foster um sín fyrstu kynni af írska miðjumanninum. Það var svo tveimur árum síðar sem hann var gerður að varamarkmanni Man utd en Van der Sar meiddistum sumarið og því var Foster aðalmarkvörður þegar tímabilið hófst. „Ég byrjaði tímabilið nokkuð vel en eftir sjö eða átta leiki átti ég nokkra dapra leiki. Leikurinn sem gerði útslagið var svo 4-3 sigurinn gegn Manchester City á Old Trafford þar sem Michael Owen skoraði sem betur fer sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Ég var út á þekju í þeim leik,“ segir Foster um leikinn en það var það sem gerðist inn í búningsherberginu sem virðist enn sitja í honum. „Ég man að koma inn eftir leik og Sir Alex Ferguson tók mig á teppið. Hann skipaði öllum að hætta fagnaðarlátunum og lét mig heyra það fyrir framan alla. Sagði að ef ég gerði eitthvað þessu líkt aftur þá væri ég búinn hjá félaginu.“ Það var svo gegn Sunderland þar sem Foster gerði sín síðustu mistök fyrir Man Utd en hann spilaði varla leik fyrir félagið eftir það. „Ég gerði skelfileg mistök gegn Sunderland. Kenwyne Jones, sem er vaxinn eins og skriðdreki, vann boltann af mér í loftinu og skoraði með skalla. Patrice Evra tókst samt að jafna metin undir lokin og ég þakkaði guði, hélt að mögulega hefði það bjargað mér en það dugði ekki. Eftir leik hraunaði Sir Alex aftur yfir mig og sagði mér að þetta væri endanlega búið, ég myndi bara spila með varaliðinu. Sem var svo raunin, ég var í varaliðinu það sem eftir var af leiktíðinni.“ From cafe rouge to man utd Here s the @BenFoster episode ! https://t.co/N33FyV2QNQ— Peter Crouch (@petercrouch) May 1, 2020 Svo virðist sem Sir Alex hafi aðeins róast með árunum því ef miða má við þessar sögur hefði David De Gea átt að fjúka strax á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Foster hefur þó unnið ágætlega úr sínum málum og er í dag sá markvörður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur varið flest skot allra markvarða í sögu deildarinnar. Foster hefur spilað 355 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United, Birmingham City, West Bromwich Albion og Watford. Þá hefur hann haldið hreinu í 88 af þessum 355 leikjum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ben Foster, einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í dag, mætti í hlaðvarpsþátt Peter Crouch á dögunum og fór yfir ferilinn. Þar var helsta umræðuefni tími hans hjá Manchester United en Foster átti ekki sjö dagana sæla í treyju félagsins. Foster var nokkuð óreyndur er Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa markvörðinn frá Stoke City. Í kjölfarið var hann lánaður til Watford í tvö tímabil áður en hann var gerður að varamarkverði fyrir Edwin Van der Sar. Áður en umræðan barst þangað var hann spurður út í sín fyrstu kynni af Roy Keane, þáverandi fyrirliða Man Utd og einum kröfuharðasta knattspyrnumanni allra tíma. Ben Foster shares Roy Keane incident that left him 's**t scared' of Man Utd skipperhttps://t.co/242Xg1eYRV pic.twitter.com/5cne2Waxbn— Mirror Football (@MirrorFootball) May 2, 2020 „Við vorum að spila á varaliðsleik á undirbúningstímabilinu og hann var í sinni hefðbundnu stöðu á miðri miðjunni. Við erum Man Utd svo við erum að stjórna spilinu og hann kom niður að sækja knöttinn svo ég gæti rúllað honum til hans.“ „Ég rúllaði knettinum víst of hægt til hans. Hann gjörsamlega missti það, stöðvaði boltann og hraunaði yfir mig. Skokkaði svo upp völlinn með boltann og hélt áfram að láta mig heyra það. Það kennir þér enginn að höndla svona aðstæður andlega,“ sagði Foster um sín fyrstu kynni af írska miðjumanninum. Það var svo tveimur árum síðar sem hann var gerður að varamarkmanni Man utd en Van der Sar meiddistum sumarið og því var Foster aðalmarkvörður þegar tímabilið hófst. „Ég byrjaði tímabilið nokkuð vel en eftir sjö eða átta leiki átti ég nokkra dapra leiki. Leikurinn sem gerði útslagið var svo 4-3 sigurinn gegn Manchester City á Old Trafford þar sem Michael Owen skoraði sem betur fer sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Ég var út á þekju í þeim leik,“ segir Foster um leikinn en það var það sem gerðist inn í búningsherberginu sem virðist enn sitja í honum. „Ég man að koma inn eftir leik og Sir Alex Ferguson tók mig á teppið. Hann skipaði öllum að hætta fagnaðarlátunum og lét mig heyra það fyrir framan alla. Sagði að ef ég gerði eitthvað þessu líkt aftur þá væri ég búinn hjá félaginu.“ Það var svo gegn Sunderland þar sem Foster gerði sín síðustu mistök fyrir Man Utd en hann spilaði varla leik fyrir félagið eftir það. „Ég gerði skelfileg mistök gegn Sunderland. Kenwyne Jones, sem er vaxinn eins og skriðdreki, vann boltann af mér í loftinu og skoraði með skalla. Patrice Evra tókst samt að jafna metin undir lokin og ég þakkaði guði, hélt að mögulega hefði það bjargað mér en það dugði ekki. Eftir leik hraunaði Sir Alex aftur yfir mig og sagði mér að þetta væri endanlega búið, ég myndi bara spila með varaliðinu. Sem var svo raunin, ég var í varaliðinu það sem eftir var af leiktíðinni.“ From cafe rouge to man utd Here s the @BenFoster episode ! https://t.co/N33FyV2QNQ— Peter Crouch (@petercrouch) May 1, 2020 Svo virðist sem Sir Alex hafi aðeins róast með árunum því ef miða má við þessar sögur hefði David De Gea átt að fjúka strax á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Foster hefur þó unnið ágætlega úr sínum málum og er í dag sá markvörður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur varið flest skot allra markvarða í sögu deildarinnar. Foster hefur spilað 355 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United, Birmingham City, West Bromwich Albion og Watford. Þá hefur hann haldið hreinu í 88 af þessum 355 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira