Fór yfir upphafið á endinum á ferli sínum hjá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 22:45 Foster ver frá Anthony Martial í leik gegn Manchester United. Simon Stacpoole/Getty Images Hinn 37 ára gamli Ben Foster, einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í dag, mætti í hlaðvarpsþátt Peter Crouch á dögunum og fór yfir ferilinn. Þar var helsta umræðuefni tími hans hjá Manchester United en Foster átti ekki sjö dagana sæla í treyju félagsins. Foster var nokkuð óreyndur er Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa markvörðinn frá Stoke City. Í kjölfarið var hann lánaður til Watford í tvö tímabil áður en hann var gerður að varamarkverði fyrir Edwin Van der Sar. Áður en umræðan barst þangað var hann spurður út í sín fyrstu kynni af Roy Keane, þáverandi fyrirliða Man Utd og einum kröfuharðasta knattspyrnumanni allra tíma. Ben Foster shares Roy Keane incident that left him 's**t scared' of Man Utd skipperhttps://t.co/242Xg1eYRV pic.twitter.com/5cne2Waxbn— Mirror Football (@MirrorFootball) May 2, 2020 „Við vorum að spila á varaliðsleik á undirbúningstímabilinu og hann var í sinni hefðbundnu stöðu á miðri miðjunni. Við erum Man Utd svo við erum að stjórna spilinu og hann kom niður að sækja knöttinn svo ég gæti rúllað honum til hans.“ „Ég rúllaði knettinum víst of hægt til hans. Hann gjörsamlega missti það, stöðvaði boltann og hraunaði yfir mig. Skokkaði svo upp völlinn með boltann og hélt áfram að láta mig heyra það. Það kennir þér enginn að höndla svona aðstæður andlega,“ sagði Foster um sín fyrstu kynni af írska miðjumanninum. Það var svo tveimur árum síðar sem hann var gerður að varamarkmanni Man utd en Van der Sar meiddistum sumarið og því var Foster aðalmarkvörður þegar tímabilið hófst. „Ég byrjaði tímabilið nokkuð vel en eftir sjö eða átta leiki átti ég nokkra dapra leiki. Leikurinn sem gerði útslagið var svo 4-3 sigurinn gegn Manchester City á Old Trafford þar sem Michael Owen skoraði sem betur fer sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Ég var út á þekju í þeim leik,“ segir Foster um leikinn en það var það sem gerðist inn í búningsherberginu sem virðist enn sitja í honum. „Ég man að koma inn eftir leik og Sir Alex Ferguson tók mig á teppið. Hann skipaði öllum að hætta fagnaðarlátunum og lét mig heyra það fyrir framan alla. Sagði að ef ég gerði eitthvað þessu líkt aftur þá væri ég búinn hjá félaginu.“ Það var svo gegn Sunderland þar sem Foster gerði sín síðustu mistök fyrir Man Utd en hann spilaði varla leik fyrir félagið eftir það. „Ég gerði skelfileg mistök gegn Sunderland. Kenwyne Jones, sem er vaxinn eins og skriðdreki, vann boltann af mér í loftinu og skoraði með skalla. Patrice Evra tókst samt að jafna metin undir lokin og ég þakkaði guði, hélt að mögulega hefði það bjargað mér en það dugði ekki. Eftir leik hraunaði Sir Alex aftur yfir mig og sagði mér að þetta væri endanlega búið, ég myndi bara spila með varaliðinu. Sem var svo raunin, ég var í varaliðinu það sem eftir var af leiktíðinni.“ From cafe rouge to man utd Here s the @BenFoster episode ! https://t.co/N33FyV2QNQ— Peter Crouch (@petercrouch) May 1, 2020 Svo virðist sem Sir Alex hafi aðeins róast með árunum því ef miða má við þessar sögur hefði David De Gea átt að fjúka strax á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Foster hefur þó unnið ágætlega úr sínum málum og er í dag sá markvörður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur varið flest skot allra markvarða í sögu deildarinnar. Foster hefur spilað 355 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United, Birmingham City, West Bromwich Albion og Watford. Þá hefur hann haldið hreinu í 88 af þessum 355 leikjum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Ben Foster, einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar í dag, mætti í hlaðvarpsþátt Peter Crouch á dögunum og fór yfir ferilinn. Þar var helsta umræðuefni tími hans hjá Manchester United en Foster átti ekki sjö dagana sæla í treyju félagsins. Foster var nokkuð óreyndur er Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa markvörðinn frá Stoke City. Í kjölfarið var hann lánaður til Watford í tvö tímabil áður en hann var gerður að varamarkverði fyrir Edwin Van der Sar. Áður en umræðan barst þangað var hann spurður út í sín fyrstu kynni af Roy Keane, þáverandi fyrirliða Man Utd og einum kröfuharðasta knattspyrnumanni allra tíma. Ben Foster shares Roy Keane incident that left him 's**t scared' of Man Utd skipperhttps://t.co/242Xg1eYRV pic.twitter.com/5cne2Waxbn— Mirror Football (@MirrorFootball) May 2, 2020 „Við vorum að spila á varaliðsleik á undirbúningstímabilinu og hann var í sinni hefðbundnu stöðu á miðri miðjunni. Við erum Man Utd svo við erum að stjórna spilinu og hann kom niður að sækja knöttinn svo ég gæti rúllað honum til hans.“ „Ég rúllaði knettinum víst of hægt til hans. Hann gjörsamlega missti það, stöðvaði boltann og hraunaði yfir mig. Skokkaði svo upp völlinn með boltann og hélt áfram að láta mig heyra það. Það kennir þér enginn að höndla svona aðstæður andlega,“ sagði Foster um sín fyrstu kynni af írska miðjumanninum. Það var svo tveimur árum síðar sem hann var gerður að varamarkmanni Man utd en Van der Sar meiddistum sumarið og því var Foster aðalmarkvörður þegar tímabilið hófst. „Ég byrjaði tímabilið nokkuð vel en eftir sjö eða átta leiki átti ég nokkra dapra leiki. Leikurinn sem gerði útslagið var svo 4-3 sigurinn gegn Manchester City á Old Trafford þar sem Michael Owen skoraði sem betur fer sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Ég var út á þekju í þeim leik,“ segir Foster um leikinn en það var það sem gerðist inn í búningsherberginu sem virðist enn sitja í honum. „Ég man að koma inn eftir leik og Sir Alex Ferguson tók mig á teppið. Hann skipaði öllum að hætta fagnaðarlátunum og lét mig heyra það fyrir framan alla. Sagði að ef ég gerði eitthvað þessu líkt aftur þá væri ég búinn hjá félaginu.“ Það var svo gegn Sunderland þar sem Foster gerði sín síðustu mistök fyrir Man Utd en hann spilaði varla leik fyrir félagið eftir það. „Ég gerði skelfileg mistök gegn Sunderland. Kenwyne Jones, sem er vaxinn eins og skriðdreki, vann boltann af mér í loftinu og skoraði með skalla. Patrice Evra tókst samt að jafna metin undir lokin og ég þakkaði guði, hélt að mögulega hefði það bjargað mér en það dugði ekki. Eftir leik hraunaði Sir Alex aftur yfir mig og sagði mér að þetta væri endanlega búið, ég myndi bara spila með varaliðinu. Sem var svo raunin, ég var í varaliðinu það sem eftir var af leiktíðinni.“ From cafe rouge to man utd Here s the @BenFoster episode ! https://t.co/N33FyV2QNQ— Peter Crouch (@petercrouch) May 1, 2020 Svo virðist sem Sir Alex hafi aðeins róast með árunum því ef miða má við þessar sögur hefði David De Gea átt að fjúka strax á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Foster hefur þó unnið ágætlega úr sínum málum og er í dag sá markvörður ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur varið flest skot allra markvarða í sögu deildarinnar. Foster hefur spilað 355 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United, Birmingham City, West Bromwich Albion og Watford. Þá hefur hann haldið hreinu í 88 af þessum 355 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira