Tryggvi Guðmundsson: Við vildum senda skýr skilaboð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 09:00 Tryggvi þrumar að marki andstæðingsins í leik með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. fréttablaðið/anton Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því. „Það er þeirra starf að segja sínar skoðanir en mér finnst þeir stundum of fljótir til,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið. „Sumir keppast um að vera fyrstir til að láta svona lagað frá sér til að geta sagt eftir á að þeir hafi sagt það fyrst. En svo þegja þeir þunnu hljóði ef það rætist ekki.“ Of snemmt að afskrifa FHÍBV er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem hefur leikið einum leik minna. Valur og FH fylgja síðan í humátt á eftir og segir Tryggvi til dæmis allt of snemmt að afskrifa hans gömlu félaga í FH. „Ég veit alveg hvað er í gangi þar. FH-ingar eru bara þremur stigum á eftir okkur og mér sýnist að þeir séu að snúa taflinu við,“ benti Tryggvi á. „Óneitanlega eru KR-ingar búnir að vera mjög flottir. Þeir eru taplausir í deild og bikar og eru með mjög öflugan og heilsteyptan hóp. Þeir eru án efa sigurstranglegastir.“ En KR á erfiða leiki eftir. Til dæmis tvo leiki gegn ÍBV og síðan Þór, FH, Keflavík og Val – allt á útivelli. „Þessir tveir leikir okkar gegn KR-ingum verða mikilvægir. Það vitum við og þeir líka. En það er enn langt í þá og fullsnemmt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Það er bara næsti leikur sem gildir,“ sagði Tryggvi, en ÍBV mætir einmitt Val í sannkölluðum toppslag á Hásteinsvelli klukkan 16.00 á morgun. „Það væri mjög gott fyrir okkur að ná sigri þar og ná að spyrna okkur aðeins frá þeim. Þetta er ekki aðeins barátta um titilinn, heldur líka Evrópusæti.“ Eitt það versta á löngum ferliFyrir helgi tapaði ÍBV fyrir Þór í undanúrslitum Valitor-bikarsins, 2-0 á Akureyri. „Sigurinn gegn Fylki var mjög kærkominn eftir það tap. Þetta er eitt súrasta tapið á mínum ferli, sem er nú orðinn ansi langur. Það sat lengi í mér yfir verslunarmannahelgina,“ sagði Tryggvi, en Eyjamenn notuðu tímann vel meðan á Þjóðhátíð stóð og æfðu stíft fyrir leikinn gegn Fylki. „Þetta var góður sigur. Menn virðast halda að þetta hafi verið eitthvað auðvelt en það var það alls ekki. Það er erfitt að pressa hátt á andstæðinginn í 90 mínútur.“ Fór ekki til Eyja til að deyjaTryggvi nálgast óðum met Inga Björn Albertssonar, sem skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum tíma. Tryggvi hefur nú skorað 122 mörk og nálgast metið óðfluga. Hann hefur átt glæsilegan feril sem hefur haldið áfram að blómstra eftir að hann fór frá FH til ÍBV eftir Íslandsmótið haustið 2009. Þá hafði FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn á sex árum og ÍBV haldið sæti sínu í efstu deild með naumindum eftir tveggja ára veru í 1. deildinni þar á undan. Tryggvi segist ekki hafa óttast að hann væri þar með að taka skref niður á við. „Stundum heyrði ég því fleygt að ég hefði „farið til Eyja til að deyja“,“ sagði hann og brosti. „Það óttaðist ég ekki. Ég áttaði mig hins vegar á því að ég væri að stefna niður á við ef ég héldi áfram í FH. Ég var ekki lengur lykilmaður í liðinu og eyddi of miklum tíma á bekknum,“ sagði Tryggvi og lofaði Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV, mikið. „Heimir er ótrúlega spennandi þjálfari og allt það sem hann ætlaði sér að gera með ÍBV heillaði mig mikið. Svo var það rómantíkin að ljúka hringnum með því að spila aftur með uppeldisfélaginu á síðustu árum ferilsins. Því reyndist þetta auðveld ákvörðun á endanum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Eyjamenn hafa ekki sagt sitt síðasta í Pepsi-deild karla þó svo að margir vilji ganga svo langt að segja að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla sé í raun lokið – ekkert lið geti skákað KR úr þessu. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson, leikmaður 13. umferðar að mati Fréttablaðsins, segir að stundum séu sparkspekingar full snemma í því. „Það er þeirra starf að segja sínar skoðanir en mér finnst þeir stundum of fljótir til,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið. „Sumir keppast um að vera fyrstir til að láta svona lagað frá sér til að geta sagt eftir á að þeir hafi sagt það fyrst. En svo þegja þeir þunnu hljóði ef það rætist ekki.“ Of snemmt að afskrifa FHÍBV er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR sem hefur leikið einum leik minna. Valur og FH fylgja síðan í humátt á eftir og segir Tryggvi til dæmis allt of snemmt að afskrifa hans gömlu félaga í FH. „Ég veit alveg hvað er í gangi þar. FH-ingar eru bara þremur stigum á eftir okkur og mér sýnist að þeir séu að snúa taflinu við,“ benti Tryggvi á. „Óneitanlega eru KR-ingar búnir að vera mjög flottir. Þeir eru taplausir í deild og bikar og eru með mjög öflugan og heilsteyptan hóp. Þeir eru án efa sigurstranglegastir.“ En KR á erfiða leiki eftir. Til dæmis tvo leiki gegn ÍBV og síðan Þór, FH, Keflavík og Val – allt á útivelli. „Þessir tveir leikir okkar gegn KR-ingum verða mikilvægir. Það vitum við og þeir líka. En það er enn langt í þá og fullsnemmt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Það er bara næsti leikur sem gildir,“ sagði Tryggvi, en ÍBV mætir einmitt Val í sannkölluðum toppslag á Hásteinsvelli klukkan 16.00 á morgun. „Það væri mjög gott fyrir okkur að ná sigri þar og ná að spyrna okkur aðeins frá þeim. Þetta er ekki aðeins barátta um titilinn, heldur líka Evrópusæti.“ Eitt það versta á löngum ferliFyrir helgi tapaði ÍBV fyrir Þór í undanúrslitum Valitor-bikarsins, 2-0 á Akureyri. „Sigurinn gegn Fylki var mjög kærkominn eftir það tap. Þetta er eitt súrasta tapið á mínum ferli, sem er nú orðinn ansi langur. Það sat lengi í mér yfir verslunarmannahelgina,“ sagði Tryggvi, en Eyjamenn notuðu tímann vel meðan á Þjóðhátíð stóð og æfðu stíft fyrir leikinn gegn Fylki. „Þetta var góður sigur. Menn virðast halda að þetta hafi verið eitthvað auðvelt en það var það alls ekki. Það er erfitt að pressa hátt á andstæðinginn í 90 mínútur.“ Fór ekki til Eyja til að deyjaTryggvi nálgast óðum met Inga Björn Albertssonar, sem skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum tíma. Tryggvi hefur nú skorað 122 mörk og nálgast metið óðfluga. Hann hefur átt glæsilegan feril sem hefur haldið áfram að blómstra eftir að hann fór frá FH til ÍBV eftir Íslandsmótið haustið 2009. Þá hafði FH tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fimmta sinn á sex árum og ÍBV haldið sæti sínu í efstu deild með naumindum eftir tveggja ára veru í 1. deildinni þar á undan. Tryggvi segist ekki hafa óttast að hann væri þar með að taka skref niður á við. „Stundum heyrði ég því fleygt að ég hefði „farið til Eyja til að deyja“,“ sagði hann og brosti. „Það óttaðist ég ekki. Ég áttaði mig hins vegar á því að ég væri að stefna niður á við ef ég héldi áfram í FH. Ég var ekki lengur lykilmaður í liðinu og eyddi of miklum tíma á bekknum,“ sagði Tryggvi og lofaði Heimi Hallgrímsson, þjálfara ÍBV, mikið. „Heimir er ótrúlega spennandi þjálfari og allt það sem hann ætlaði sér að gera með ÍBV heillaði mig mikið. Svo var það rómantíkin að ljúka hringnum með því að spila aftur með uppeldisfélaginu á síðustu árum ferilsins. Því reyndist þetta auðveld ákvörðun á endanum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira