Segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki of há Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:40 Geir Þorsteinsson er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri ÍA. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira