Enski boltinn

Robin van Persie sá um Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. Getty Images
Arsenal bar sigur úr býtum gegn Sunderland, 2-1, á Emirates-vellinum í London í dag. Robin van Persie skoraði bæði mörk heimamann í leiknum, en hann hefur verið magnaður fyrir félagið á tímabilinu.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 28 sekúndna leik þegar van Persie slapp í gegn og setti boltann snyrtilega í netið.

Sunderland jafnaði metinn hálftíma síðar en þá skoraði Sebastian Larsson frábært mark beint úr aukaspyrnu.

Sigurmarkið kom um tíu mínútum fyrir leikslok en þá skoraði Robin van Persie frábært mark beint úr aukaspyrnu og tryggði skyttunum mikilvægan sigur.

Arsenal virðist vera að rétta úr kútnum en liðið er í 10. sæti með tíu stig eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Sunderland er 17. sæti með sex stig.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×