Ejub flutti frá Reykjavík til Ólafsvíkur vegna spilafíknar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 08:00 Ejub kom fyrst hingað til lands 1992 og hefur verið hér síðan þá. vísir/bára Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira